Erlent

Í höndum dómara hvort foreldrar Charlie Gard fá að fara með hann heim

Kjartan Kjartansson skrifar
Connie og Chris Gard vildu upphaflega flytja Charlie til Bandaríkjanna en læknar og dómstólar töldu tilraunameðferð þar aðeins myndu skaða drenginn.
Connie og Chris Gard vildu upphaflega flytja Charlie til Bandaríkjanna en læknar og dómstólar töldu tilraunameðferð þar aðeins myndu skaða drenginn. Vísir/EPA
Foreldrar langveika drengsins Charlie Gard berjast nú fyrir því að fá að hafa hann heima síðustu dagana áður en slökkt verður á öndunarvél hans. Breskur dómari mun úrskurða um kröfur þeirra í dag.

Charlie er ellefu mánaða gamall og þjáist af sjaldgæfum og banvænum sjúkdómi. Barátta foreldra hans til að fá að fara með hann til Bandaríkjana í umdeild meðferð hefur vakið heimsathygli.

Connie og Chris Gard, foreldrar Charlie, hafa gefist upp á þeirri baráttu en vilja nú fara með hann heim og eyða nokkrum dögum með honum þar áður en hann verður tekinn úr öndunarvélinni sem hefur haldið í honum lífinu.

Læknar hans hafa sagt að það sé ómögulegt að færa allan nauðsynlegan búnað heim til foreldra hans. Þá gætu sérfræðilæknar ekki annast hann á heimilinu. Lögmenn Gard-fjölskyldunnar saka Great Ormond Street-sjúkrahúsið um að leggja steina í götu hennar í sífellu.

Dómari hefur gefið foreldrunum frest þangað til í dag til að finna sérfræðinga sem eru tilbúnir að annast Charlie heima hjá þeim, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Takist þeim það ekki er líkleg niðurstaða að Charlie verði fluttur á líknardeild.


Tengdar fréttir

Skoða ábendingar um meðferð fyrir dauðvona dreng

Hópur lækna hefur sent sjúkrahúsinu sem annast Charlie Gard, tíu mánaða breskan dreng sem bíður dauðans af völdum sjaldgæfs sjúkdóms, ábendingar um mögulegan ávinning tilraunameðferðar. Sjúkrahúsið hefur óskað eftir að dómstóll taki mál hans fyrir aftur.

Ekki hægt að flytja dauðvona dreng í Páfagarð

Utanríkisráðherra Bretlands segir best að fela sérfræðingum og dómstólum að taka ákvarðanir um örlög dauðvona drengs. Sjúkrahús Páfagarðs hafði boðist til að taka við drengnum og halda meðferð áfram.

Sjúkrahús Páfagarðs býðst til að taka við langveiku barni

Mál Charlie Gard, langveiks drengs sem bíður dauðans, hefur vakið athygli um allan heim. Barnasjúkrahús í eigu Páfagarðs hefur nú boðist til að taka við drengnum til að foreldrarnir geti sjálfir ákveðið hvenær lífsbarátta hans endar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×