Innlent

Fleiri konur sóttu sjóinn fyrr á öldum en menn hafa talið

Kristján Már Unnarsson skrifar
Úr Dritvík á Snæfellsnesi.
Úr Dritvík á Snæfellsnesi. Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Konur voru mun virkari í sjósókn og fjölmennari í verbúðum fyrir alda, en til þessa hefur verið talið, og voru engir hálfdrættingar. Þetta er mat sagnamanns á Snæfellsnesi sem rýnt hefur í fornar heimildir.

Um þetta var fjallað í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að neðan, og hér í þættinum Ísland í sumar, um Dritvík á Snæfellsnesi, en þar var leiðsögumaður Sæmundur Kristjánsson á Rifi.

Sæmundur Kristjánsson við lendinguna í Dritvík.Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Dritvík á Snæfellsnesi var um aldir ein stærsta verstöð Íslands og þaðan er talið að yfir 500 manns hafi róið ár hvert á vetrarvertíð. Sæmundur Kristjánsson telur konur hafa verið fjölmennari en til þessa hafi verið talið og vitnar til heimilda.

Dæmi um það sé sjóslys þegar bátur úr Fagurey fórst í lendingu í Dritvík árið 1809 en tvær konur voru um borð. Þær björguðust báðar. Í heimildum um átta skipsskaða á fyrri hluta nítjándu aldar komi tólf konur við sögu.

Þá er heimild til um að kona hafi tekið þátt í björgun og fengið björgunarlaun til jafns við karlana. Það telur Sæmundur sönnun þess að konur hafi ekki verið hálfdrættingar heldur tekið sama hlut og karlarnir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×