Vísir

Mest lesið á Vísi

Stjörnuspá

13. maí 2025

Einhver breyting verður á dagskrá morgundagsins og þú ert síður en svo hrifinn af henni. Þú kemst þó að því seinna að hún er alls ekki svo slæm.



Ísland í dag - Missti 108 kíló með því að… borða bara minna

„Mig langaði ekki að lifa lengur, skammaðist mín og langaði alls ekki að hitta vini,“ segir Daníel sem horfði svo í spegilinn einn daginn og gat ekki meira. Nú fjórum árum seinna er hann 108 kílóum léttari, er orðinn 95 kíló og aldrei verið hamingjusamari, á kærustu og langar aftur í nám. En hvernig fór hann að þessu öllu saman? Sindri hitti Daníel og innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan…

Ísland í dag

Fréttamynd

Sam­keppnis­staða Al­vot­ech verði „enn sterk“ þótt verð á frum­lyfjum muni lækki

Ef áform Trump um að knýja í gegn tugprósenta lækkun á verði lyfja vestanhafs mun raungerast ætti það að sama skapi að leiða til verðhækkana á frumlyfjum í Evrópu og öðrum löndum, að sögn forstjóra Alvotech, og styrkja þá samkeppnisstöðu félagsins enn frekar utan Bandaríkjanna. Hann telur að útspil Bandaríkjaforseta muni ekki hafa áhrif á boðaða skráningu Alvotech í Svíþjóð í næstu viku og vegna „mikils áhuga“ séu væntingar um að stórir norrænir fjárfestar muni bætast við hluthafahópinn eftir að félaginu verður fleytt á markað þar í landi.

Innherji