Viðskipti erlent

Hagnaður H&M 123 milljarðar á síðasta ársfjórðungi

Hagnaður sænsku verslunarkeðjunnar Hennes & Mauritz á fjórða ársfjórðungi í fyrra nam 6,8 milljörðum sænskra króna eða sem svarar til 123 milljarða króna.

Þessi hagnaður var aðeins undir væntingum sérfræðinga sem reiknuðu með hagnaði upp á 7,2 milljarða sænskra króna.

Karl-Johan Persson forstjóri H&M segir að staðan á innkaupamarkaðinum sé erfið um þessar mundir þar sem kostnaðarhækkanir þar hafi verið umfram væntingar. Árið framundan hefst hinsvegar vel fyrir H&M en velta keðjunnar á heimsvísu hefur aukist um 12% í janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×