Viðskipti erlent

Danir herða reglur um kvótaframsal og takmarka eignarhald

Danska stjórnin hefur ákveðið að herða reglur um framsal á fiskikvótum í landinu og jafnframt verður eignarhald einstakra útgerða á kvótum takmarkað.

Þessi ákvörðun kemur í kjölfar umfjöllunnar í Jyllands Posten síðasta sumar þar sem fram kom að fjórðungur af öllum kvótum Danmerkur er nú skráður á aðeins átta fiskveiðiskip og togara en verðmæti þess kvóta er um 4,8 milljarðar danskra króna eða vel yfir 100 milljarða króna. Þar af var kvóti fyrir um milljarð danskra króna skráður á einstakt skip, það er uppsjávarveiðiskipið Isafold í Hirsthals.

Sala á kvótum milli útgerða var heimiluð í Danmörku árið 2006 en síðan þá hefur kvótinn safnast saman á æ færri hendur. Þeirri þróun á nú að snúa við enda hafa margir fiskveiðibæir orðið hart úti þar sem kvótinn hefur verið seldur frá útgerðum þar.

Hinar nýju reglur munu m.a. fela í sér að engin einstök útgerð má ekki eiga meir en 5% af þorskkvóta Dana í Norðursjó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×