Jól

Gömul þula

Sofa urtu börn á útskerum, veltur sjór yfir, og enginn þau svæfir. Sofa kisu börn á kerhlemmum, murra og mala, og enginn þau svæfir. Sofa Grýlu börn á grjóthólum, urra og ýla, og enginn þau svæfir. Sofa bola börn á grjóthólum, urra og ýla, og engin þau svæfir. Sofa manna börn í mjúku rúmi, bía og kveða, og babbi þau svæfir.





×