Viðskipti erlent

Ræðst til atlögu gegn ofurlaunum

JHH skrifar
Vince Cable ræðst til atlögu gegn ofurlaunum.
Vince Cable ræðst til atlögu gegn ofurlaunum. Mynd/ afp.
Vince Cable, viðskiptaráðherra Bretlands, ætlar að uppræta ofurlaunastefnu í einkareknum fyrirtækjum.

Daily Telegraph segir að búist sé við því að viðskiptaráðherrann muni gagnrýna harðlega ofurlaunastefnu fyrirtækja, bæði banka og annarra fyrirtækja, á ráðstefnu hjá frjálslyndum demókrötum á morgun.  

Búist er við því að hann muni kynna aðferðir til að knýja á um að stjórnendur fyrirtækja verði skikkaðir til þess að birta hæstu og lægstu laun sem greidd eru í hverju fyrirtæki. Með því verði ljóst hvað hæst launuðu mennirnir í hverju fyrirtæki eru með margfalt hærri laun en þeir lægst launuðu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×