Viðskipti erlent

Sérfræðingar telja evruna í stórhættu vegna Spánar

Það er lágt risið á honum Zapatero þessa daganna.
Það er lágt risið á honum Zapatero þessa daganna.

Sérfræðingar eru uggandi um hag evrunnar vegna efnahagsástandsins á Spáni en lánshæfismat landsins var lækkað um flokk á föstudaginn.

Lækkun lánshæfismatsins var ekki tilkynnt fyrr en eftir lokun fjármálamarkaðanna á Spáni á föstudaginn og þess vegna er ekki að vænta viðbragða vegna þessa fyrr en á morgun þegar markaðir opna aftur.

Spánn hefur átt í gríðarlegum fjárhagserfiðleikum og telja sumir að landið sé á sömu leið og Grikkland. Að auki telja sérfræðingar horfurnar mjög slæmar sem gerir það að verkum að tiltrú á evrunni fer minnkandi.

Meðal annars eiga stórir bankar í miklum vandræðum í landinu en ríkið hefur þegar þurft að þjóðnýta einn banka.

Ekki bætir úr skák að forsætisráðherra Spánar, José Luis Rodríguez Zapatero, nýtur þverrandi stuðnings almennings auk þess sem verkalýðsfélögin hóta allsherjarverkfalli.

Ofan á allt saman þá óttast Frakkar nú að vandræði Spánar geti verið smitandi og haft alvarleg áhrif á efnahagsástandið þar í landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×