Fleiri fréttir

Meðlimakortin flækja skilaréttinn í Costco

Engin lög gilda um rétt neytanda til að skila vörum. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna segir samtökin reglulega fá erindi vegna jólagjafa. Ekki hægt að skipta gjöfum úr Costco nema hafa persónuupplýsingar um gefandann.

Óskabein kaupir fjórðungshlut í Endor

Fjárfestingin er liður í uppbyggingu Endor sem alþjóðlegs félags, en eigendur og stjórnendur stefna á markaði í Skandinavíu og Norður-Evrópu á komandi misserum.

Hlutabréf í Icelandair snarhækka eftir að samningar náðust

Hækkunin nemur 6,59 prósentum það sem af er af degi. Samninganefndir Icelandair, Samtaka atvinnulífsins og Flugvirkjafélags Íslands skrifuðu undir nýjan kjarasamning klukkan fjögur í nótt og var verkfalli flugvirkja hjá Icelandair frestað um fjórar vikur.

Íslenskt app hjálpar börnum að læra tónlist

Rannsókn sem gerð var á notkun íslenska smáforritsins Mussila leiddi í ljós mikla gagnsemi þess í tónlistarkennslu. Börn sem notuðu forritið til viðbótar við hefðbundna tónlistarkennslu sýndu 20,2% aukinn skilning í tónfræði.

Áhugi fjárfesta á að nýta jarðvarma eykst

Bill Gates, einn þekktasti fjárfestir í heimi, er byrjaður að fjárfesta í jarðvarmaverkefnum. Íslenskur fjárfestir telur áhugann á slíkri fjárfestingu eiga eftir að aukast. Helstu vísindamenn og verkfræðingar á sviðinu eru Íslendingar.

GoMobile og Vodafone í samstarf

Samningurinn hefur þegar tekið gildi og munu viðskiptavinir GoMobile nýtt inneignir sínar í fjarskiptaþjónustu hjá Vodafone á næstu dögum.

Opna risastóran trampólíngarð í húsnæði Kosts

Rush Iceland stefnir á opnun risastórs trampólíngarðs í húsnæði verslunarinnar Kosts, sem nýlega var lokað. Torfi Jóhannsson, maðurinn á bak við verkefnið, segir að stefnt sé á opnun snemma á næsta ári.

Lagardère fer fram á lögbann á Isavia

Farið hefur verið fram á að lögbann verði lagt á afhendingu Isavia á mikilvægum trúnaðargögnum um Lagardère til þriðja aðila sem Isavia hefur í sinni vörslu í kjölfar forvals um leigu á aðstöðu undir verslunar- og veitingarekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar árið 2014.

Hlutabréf í Icelandair lækka flugið

Verkfallið hófst klukkan 6 í gærmorgun og hefur valdið mikilli röskun á flugi Icelandair. Lækkun dagsins það sem af er nemur 3,26 prósentum.

Frumkvöðlar saka ISAVIA um bellibrögð

Fyrirtækið BaseParking segir ISAVIA, í krafti aðstöðu sinnar, gera því lífið leitt með alls konar bellibrögðum. Hefur kvartað til Samkeppniseftirlitsins vegna framferðis ríkisfyrirtækisins sem býður upp á sömu þjónustu og BaseParking.

Fjórtán sagt upp hjá NLFÍ í Hveragerði

Fjórtán starfsmönnum Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði hefur verið sagt upp störfum vegna fjárhagsörðugleika stofnunarinnar. Þá verður dvalargestum fækkað um þrjátíu prósent frá áramótum til að hagræða í rekstrinum.

Mogginn birtir málsvörn Björns Inga

Segist hann munu greina frá atburðarás Pressunnar í Morgunblaðinu á næstu vikum. Atburðarásin verður rakin frá því að hluthafar fjárfestu í félaginu en einnig mun hann fjalla um helstu leikendur auk þess sem hann fer um vítt og breitt svið.

Sekt Securitas lækkuð um 40 milljónir

Samkeppniseftirlitið hefur sektað Securitas um fjörutíu milljónir vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu fyrirtækisins og fyrir að hafa veitt Samkeppniseftirlitnu ófullnægjandi upplýsingar við rannsókn málsins.

Hætta við mótmælin eftir tilkynningu Klakka

Formaður Verkalýðsfélags Akraness og formaður VR höfðu boðað til mótmæla vegna ákvörðunar stjórnar Klakka að greiða stjórnendum félagsins 550 milljón króna kaupauka.

Gurrý hættir hjá Reebok fitness

Biggest loser þjálfarin Guðríður Erla Torfadóttir kveður Reebok fitness en hún var framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá 2014 til 2017.

Ferðagleði landans stóreykur kortaveltu erlendis

Vöxtur kortaveltu Íslendinga nam tæplega 12 prósentum í nóvember að raunvirði milli ára, samkvæmt tölum Seðlabankans. Sér í lagi var vöxturinn mikill í erlendri kortaveltu en einnig talsverður innanlands. Vöxtur erlendu kortaveltunnar nam 23 prósentum en innlendu 9 prósentum.

Konráð nýr hagfræðingur Viðskiptaráðs

Hagfræðingurinn Konráð S. Guðjónsson mun taka við starfi Kristrúnar Frostadóttur sem hagfræðingur Viðskiptaráðs. Kristrún verður aðalhagfræðingur Kvikubanka.

Stjórn Klakka vill hætta við bónusgreiðslur

Stjórn Klakka hefur ákveðið að mæla með því við hluthafa félagsins að fyrirhugaðar kaupaukagreiðslur, sem hluthafafundur samþykkti á mánudag, verði dregnar til baka.

Kaleo mest gúgglaðir

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson var sá Íslendingur sem Íslendingar gúggluðu hvað oftast á árinu.

Verslanir Iceland reknar með 39 milljóna hagnaði

Sex matvöruverslanir Iceland voru reknar með 39 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Afkoman var þá rúmum 30 milljónum betri en 2015 og velta fyrirtækisins nam 2.864 milljónum eða einni milljón króna meira en árið á undan.

Telja bréf Marel undirverðlögð

Greiningardeild Arion banka ráðleggur fjárfestum að kaupa í Marel og verðleggur bréf félagsins á 412 krónur á hlut. Það er tæplega 30 prósentum hærra verð en sem nam gengi bréfa framleiðslufyrirtækisins við lokun markaða í gær.

Segir aðeins tólf hafa farið frá 1984

Af fimm þúsund viðskiptavinum hýsingarfyrirtækisins 1984 ehf. hafa 12 sagt þjónustunni upp síðan algert kerfishrun varð hjá fyrirtækinu sem olli því að vefþjónusta þúsunda fyrirtækja og einstaklinga lá niðri um nokkurra daga skeið.

Sjá næstu 50 fréttir