Viðskipti innlent

GoMobile og Vodafone í samstarf

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Hálfdán Steinþórsson er framkvæmdastjóri GoMobile.
Hálfdán Steinþórsson er framkvæmdastjóri GoMobile. Vísir/GVA
GoMobile og Vodafone gáfu það út í dag að þau hefðu skrifað undir samstarfssamning. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GoMobile. Segir þar að lögð verði rík áhersla á lifandi, skemmtilegt og fjölbreytilegt samstarf.

Hálfdán Steinþórsson, framkvæmdastjóri GoMobile, kveðst spenntur fyrir samstarfinu.

„Við erum gríðarlega spennt fyrir samstarfinu við Vodafone og hlökkum mikið til komandi árs. Okkar meginmarkmið er að gera viðskiptavinum okkar kleift að nýta inneignir sínar með fjölbreyttari og skemmtilegri hætti en áður og mun fjöldi nýjunga líta dagsins ljós á árinu til hagsbóta fyrir viðskiptavini. Einnig leggjum við aukna áherslu á fjölda og fjölbreytileika samstarfsfyrirtækja um allt land.“



Samningurinn hefur þegar tekið gildi og munu viðskiptavinir GoMobile geta nýtt inneignir sínar í fjarskiptaþjónustu hjá Vodafone á næstu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×