Viðskipti innlent

Telja bréf Marel undirverðlögð

Haraldur Guðmundsson skrifar
Árni Oddur Þórðarson er forstjóri Marel.
Árni Oddur Þórðarson er forstjóri Marel.
Greiningardeild Arion banka ráðleggur fjárfestum að kaupa í Marel og verðleggur bréf félagsins á 412 krónur á hlut. Það er tæplega 30 prósentum hærra verð en sem nam gengi bréfa framleiðslufyrirtækisins við lokun markaða á þriðjudag.

Samkvæmt nýju verðmati greiningardeildarinnar á Marel, sem er dagsett 11. desember og Markaðurinn hefur undir höndum, segir að afkoma fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi hafi að mestu verið í samræmi við væntingar. Ekkert hafi þar komið fram sem hefði átt að leiða til lækkunar á bréfunum eða gefa til kynna að það yrði eftirbátur samkeppnisaðila sinna á neinn hátt. Fyrirtækið sé, ef eitthvað er, undirverðlagt á hlutabréfamarkaði og ekki síst þegar horft sé til væntinga þess fyrir næsta ár.

Greiningardeildin telur einungis tímaspursmál hvenær erlendir fjárfestar fari að auka hlut sinn í félaginu. Sala fyrirtækisins á þessu ári muni vera örlítið minni en í eldri spá bankans í byrjun ágúst en árið 2018 koma betur út en í þeirri sömu spá. Stærð pantanabókar Marel eigi að tryggja stöðugan vöxt alveg inn í 2019.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×