Viðskipti innlent

Segir aðeins tólf hafa farið frá 1984

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Mörður Ingólfsson er framkvæmdastjóri 1984 ehf.
Mörður Ingólfsson er framkvæmdastjóri 1984 ehf. vísir/anton brink
Af fimm þúsund viðskiptavinum hýsingarfyrirtækisins 1984 ehf. hafa 12 sagt þjónustunni upp síðan algert kerfishrun varð hjá fyrirtækinu sem olli því að vefþjónusta þúsunda fyrirtækja og einstaklinga lá niðri um nokkurra daga skeið.

„Samstaða viðskiptavina með okkur er nánast algjör sem við sjáum til dæmis á því að allan tímann sem þetta stóð héldu endurnýjanir á hýsingaráskriftum áfram eins og ekkert hefði í skorist, sem er bara ótrúlegt,“ segir Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri 1984.

„Það eru allar deildarþjónustur komnar upp,“ segir Mörður, aðspurður um gengi björgunar­aðgerða og biður hann viðskiptavini að skoða vefi sína vel og tölvupóst og láta vita strax ef eitthvað er ekki eins og það á að vera.

Mörður segir þjónustuna sem fyrirtækið veitir fagaðilum og þeim sem starfa í kerfisstjórn hafa farið verr út úr þessum hörmungum. „Viðskiptavinir með VPS-þjónustu hafa nú fengið nýja þjóna og við vinnum að því að ná til baka eins miklu og mögulegt er af þeim gögnum sem voru á upprunalegu sýndarþjónunum. Það er gríðarlegt verk.“

Orsakir kerfishrunsins eru enn ókunnar og eru í rannsókn hjá starfsmönnum Nýherja. Mörður segir sérfræðinga telja ólíklegt að um árás eða skemmdarverk hafi verið að ræða, þótt ekkert sé útilokað um orsakirnar. – aá


Tengdar fréttir

Bilun hjá 1984: Um 97 prósent vefja komnir upp aftur

Framkvæmdastjóri 1984 segir að búið sé að koma upp um 97 prósent vefja í kjölfar bilunar í vélbúnaði sem olli því að fjölmargir íslenskir vefir og pósthólf lágu niðri.

Þingmenn Pírata aðstoða 1984 í björgunarstarfinu

Þingmenn Pírata, þeir Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, hafa aðstoðað vefhýsingafyrirtækið 1984 í því að bjarga því sem bjargað verður eftir kerfishrun hjá fyrirtækinu í síðustu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×