Viðskipti innlent

Gildi lífeyrissjóður vissi ekki af bónusgreiðslum Klakka

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis – lífeyrissjóðs
Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis – lífeyrissjóðs vísir/heiða helgadóttir
Gildi lífeyrissjóður segir í tilkynningu á vefsíðu sinni að forsvarsmönnum hafi ekki verið kunnugt um hluthafafund Klakka sem fram fór síðastliðinn mánudag, þar sem afgreitt var kaupaukakerfi stjórnenda félagsins um bónusgreiðslur upp á 550 milljónir kr. vegna fyrirhugaðrar sölu á fyrirtækinu Lykli sem og vegna annarra eigna félagsins.

Sjóðurinn segist ekki hafa verið upplýstur um málið og hafi því „ekki getað tekið afstöðu til tillögunnar“.

Óskar hann nú eftir frekari upplýsingum um hvað felst í tillögunni sem samþykkt var um kaupaukagreiðslurnar.

Þess má geta að hluthafafundurinn var auglýstur í Morgunblaðinu þann 4. desember, viku fyrir settan fundardag.

Greint var frá málinu í Markaði, fylgiriti Fréttablaðsins, fyrr í dag. Klakki sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem segir að frumkvæðið að kaupaukagreiðslunum sé komið frá erlenda vogunarsjóðinum Davidson Kempner, sem á um 75 prósent hlut í félaginu.

Gildi, LSR, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Birta eiga um sex prósent hlut í Klakka.

Auglýsing fundarins birtist í Morgunblaðinu 4. desember síðastliðinn.morgunblaðið

Tengdar fréttir

Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka

Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×