Fleiri fréttir

Sólrún Diego og Frans flytja

Snapchat-stjarnan Sólrún Diego og Frans Veigar Garðarsson hafa ákveðið að færa sig um set og er íbúð þeirra við Þorrasalir í Kópavogi á sölu og er ásett verð 49,9 milljónir.

Óformlegur stíll

Körfuboltamaðurinn og KR-ingurinn Kristófer Acox heldur á vit ævintýranna á næstu dögum þegar hann flytur til Frakklands.

Ég er fæddur ferðalangur

Minnst tólf munnhörpur fylgja Þorleifi Gauki Davíðssyni hvert sem hann fer – og það er víða. Hann er munnhörpuleikari að atvinnu og hefur túrað með Kaleo að undanförnu.

Stefnir á að vera innan við 100 klukkustundir

Eiríkur Ingi Jóhannsson fer á föstudaginn til Írlands þar sem hann keppir í Race Around Ireland, sem eins og nafnið gefur til kynna er hjólakeppni í kringum Írland. Hann stefnir hátt og ætlar sér að koma fyrstur í mark og slá brautarmeti.

Lentu næstum undir hnúfubaki

Farþegar sem voru í hvalaskoðun undan ströndum Alaska á mánudaginn komust í mikið návígi við hnúfubak.

Húsgagnasmiður í hjáverkum

Eftir hefðbundinn vinnudag á Borgarbókasafninu hverfur Hólmfríður Ólöf Ólafsdóttir til starfa á verkstæði jólasveinsins til að föndra jólagjafir handa sínum nánustu. Hún smíðar líka fádæma flott húsgögn til heimilisins.

Jennifer Lopez stal senunni á VMA

Söngkonan Jennifer Lopez mætti á sviðið á MTV VMA tónlistarhátíðinni í gær og má með sanni segja að hún hafi stolið senunni.

Myndin er eins og barn sem farið er að heiman

Svanurinn, mynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, er kominn í almennar sýningar í stórborgum Ameríku og fær þar jákvæða dóma. Áður hefur hann flogið víða á kvikmyndahátíðir og hlotið fern verðlaun á því ferðalagi.

Festi allan viðrekstur samviskusamlega á filmu í hálft ár

Maður sem kallar sig Paul Flart er gjörsamlega að sigra veraldarvefinn um þessar mundir en hann starfar sem öryggisvörður í Bandaríkjunum og hefur tekið sjálfan sig upp á filmu í miðjum viðrekstri síðustu sex mánuði.

Sigurvegarar VMA

MTV VMA tónlistarhátíðin fór fram í gærkvöldi í New York og vann Camila Cabello tvenn stór verðlaun, myndband ársins og listamaður ársins.

Fylla þarf á tankinn eftir hlaup

Sigurður P. Sigmundsson er einn reyndasti maraþonhlaupari landsins. Hann gefur þeim sem hlupu í Reykja­víkur­mara­þoninu um helgina góð ráð varðandi hvíld og næringu eftir átökin.

Lét drauminn rætast

Karen Halldórsdóttir flutti til Kaupmannahafnar fyrir einu og hálfu ári. Hún opnaði nýlega jógastúdíó og djúsbar og kennir jóga í heitum sal.

Ólafur Darri slær í gegn í Hollywood

Sindri Sindrason sem ræðir við leikarann Ólaf Darra, sem er að slá í gegn í Hollywood og leikur með hverri stórstjörnunni á fætur annarri.

Paris biðst afsökunar á forsíðunni

Fyrirsætan Paris Jackson var harðlega gagnrýnd á dögunum eftir að hún sat fyrir á forsíðu Singapúr útgáfu tímaritsins Harpers Bazaar.

Sjá næstu 50 fréttir