Lífið

Furðar sig á „tröllum“ sem vildu hann feigan eftir nauðlendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Post Malone.
Post Malone. Vísir/getty
Bandaríski rapparinn Post Malone segist ósáttur vegna netverja sem „vildu hann feigan“ eftir að nauðlenda þurfti einkaþotu hans í New York-ríki í gær.

Sjá einnig: Einkaþota Post Malone nauðlenti vegna sprunginna dekkja



Rapparinn var á leið frá Bandaríkjunum til Bretlands þar sem hann hugðist koma fram á tónlistarhátíðum í borgunum Reading og Leeds. Samkvæmt frétt BBC sprungu tvö dekk þotunnar á leiðinni og því var henni nauðlent á New York Stewart-alþjóðaflugvellinum í Newburgh í New York.

Post Malone þakkaði aðdáendum sínum fyrir bænir og góða strauma á Twitter-reikningi sínum þegar vélinni hafði verið lent heilu og höldnu. Hann furðaði sig hins vegar líka á því hversu margir hafi „viljað hann feigan á þessari vefsíðu.“

Enginn slasaðist við nauðlendinguna en netverjar fylgdust margir með atburðarásinni á samfélagsmiðlum. Post Malone sagði síðar í samtali við TMZ í gær að hann væri afar feginn að hafa fast land undir fótum.

Rapparinn Post Malone öðlaðist vinsældir árið 2010 með útgáfu plötu sinnar White Iverson. Nýjasta plata hans, Beerbongs & Bentleys, kom út fyrr á þessu ári og náði fyrsta sæti á vinsældarlistum í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir

Offramboð á rappi heggur í miðasölu

Sala á tónleika Young Thug í Laugardalshöll var undir væntingum þangað til tveir miðar fengust á verði eins. Tónleikahaldari segir stefna í offramboð á rapptónleikum enda séu margir innlendir og erlendir listamenn að stíga á svið.

Hratt ris hins hvíta Iverson

Hinn 21 árs gamli Post Malone ætlar að spila á Íslandi í sumar. Ferill hans hefur ekki verið ýkja langur en þó hefur hann verið ákaflega stormasamur og leið hans á toppinn á poppfjallinu var ekki löng. Hér verður stiklað á stóru í gegnum tónlistarferil Post Malone.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×