Lífið

Leið yfir Marilyn Manson í miðju lagi

Andri Eysteinsson skrifar
Manson hefur löngum vakið athygli fyrir sérkennilega takta sína.
Manson hefur löngum vakið athygli fyrir sérkennilega takta sína. Vísir/EPA
Tónlistarmaðurinn sérkennilegi Marilyn Manson, neyddist á laugardaginn til að draga sig í hlé á tónleikum sínum og Rob Zombie í Houston.

Manson sem heitir réttu nafni Brian Warner, er 49 ára gamall og hefur verið virkur tónlistarmaður frá árinu 1989.

Billboard greinir frá því að á meðan flutningi á ábreiðu Manson af Eurythmics laginu „Sweet Dreams Are Made Of This“ hafi söngvarinn fallið til jarðar og lagst upp við einn af hátölurunum á sviðinu. Söngvarinn sagði áhorfendum að hann væri örmagna vegna ofhitnunar.

Kvöldinu var þó ekki slaufað en Zombie tók yfir og hvatti áhorfendaskarann til að láta vel í sér heyra fyrir félaga sinn.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem veikindi trufla tónleikaröð félaganna en tónleikunum sem áætlaðir voru 26.júlí var aflýst vegna veikinda Manson.

Myndskeið af atvikinu, tekið af áhorfenda má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×