Lífið

Flutningur Stefáns Karls á Latarbæjarlagi slær í gegn

Bergþór Másson skrifar
Stefán Karl Stefánsson.
Stefán Karl Stefánsson. Vísir/Stefán

Myndband af Stefáni Karli Stefánssyni flytja Latabæjarlagið „Alltaf Númer Eitt“ hefur farið eins og eldur um sinu á Twitter í gær og í dag.

Stefán Karl flytur lagið í ensku útgáfunni „We Are Number One“ ásamt Latabæjarleikurunum Birni Thors, Bergi Þór Ingólfssyni og Snorra Engilbertsyni.

Horft hefur verið á myndbandið á Twitter oftar en 540 þúsund sinnum þegar þetta er skrifað.

Myndbandið var tekið upp árið 2016 á hittingi Latabæjarleikara í hljóðveri Mána Svavarssonar, höfundar lagsins. Hér að neðan má sjá myndbandið í heild sinni ásamt spjalli Stefán Karls við Mána og meðleikara sína.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.