Lífið

Næsta sería Miklahvellsins sú síðasta

Bergþór Másson skrifar
Vinahópur þeirra Sheldons og Leonards er hér samankominn í sófanum.
Vinahópur þeirra Sheldons og Leonards er hér samankominn í sófanum. CBS

Sjónvarpsstöðin CBS staðfesti það í dag að næstkomandi sería af grínþáttunum The Big Bang Theory muni vera sú síðasta.

Ellefu seríur hafa verið framleiddar og er fyrsti þáttur þeirra tólftu frumsýndur þann 24. september.

The Big Bang Theory er einn vinsælasti grínþáttur sjónvarpssögunnar og hefur hann notið mikilla vinsælda hér á Íslandi í gegnum árin.

Þættirnir fjalla um hversdags líf tveggja vandræðalegra eðlisfræðinga í sambúð, vini þeirra og nágranna.

24 tuttugu mínútna þættir eru í hverri seríu af The Big Bang Theory.

12 seríur teljast vera gríðarlega mikið í heimi sjónvarps en oftast eru bara framleiddar um 3-5 seríur af grínþáttum.


Tengdar fréttir

Gera sjónvarpsþætti um ungan Sheldon

CBS mun á næstunni hefja framleiðslu á sjónvarpsþáttunum "Young Sheldon“ eða "Ungi Sheldon“ en um er að ræða svokallaða "spinoff“-þætt af hinum vinsælu þáttum "Big Bang Theory.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.