Lífið

Drake kom ungum aðdáanda á óvart á sjúkrahúsinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sanchez öskraði úr gleði þegar hún sá Drake ganga inn.
Sanchez öskraði úr gleði þegar hún sá Drake ganga inn.
Kanadíski rapparinn Drake kom hinni ellefu ára Sofia Sanchez á óvart á barnaspítalanum í Chicago á mánudaginn þegar hann mætti óvænt í heimsókn.

Ástæðan fyrir því að Sanchez er á spítala er sú að hún mun á næstunni gangast undir hjartaígræðsluaðgerð og hafði hún beðið Drake um að koma í heimsókn á samfélagsmiðlum.

Saman ræddu þau um körfubolta og Justin Bieber en sú unga var vægast sagt ánægð þegar hún sá rapparann eins og sést í myndbandinu hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×