Lífið

Edrú í sjö mánuði en féll eftir að hafa verið rændur í Kólumbíu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Margera fékk óblíðar móttökur í Kólumbíu.
Margera fékk óblíðar móttökur í Kólumbíu.
Raunveruleikastjarnan og Íslands „vinurinn“ Bam Margera var rændur um leið og hann lenti á flugvellinum í Kólumbíu. TMZ greinir frá og birtir myndband af Margera þar sem hann segir söguna.

Þar kemur fram að hann hafi stokkið upp í leigubíl fyrir utan flugvöllinn í Cartagena og leigubílstjórinn hafi notað þýðingarforrit í símanum sínum til að segja honum að tæma vasana, og í kjölfarið tók bílstjórinn upp byssu.

Margera þurfti að afhenda honum 500 dollara og fór síðan út úr bílnum. Margera hefur verið edrú síðastliðna sjö mánuði en sýnir í myndbandinu að hann hafi opnað sér bjór í kjölfarið eins og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×