Fleiri fréttir

Byrjunarlið stjörnuleiks NBA tilkynnt

Byrjunarlið stjörnuleiks NBA deildarinnar liggja fyrir. Leikurinn fer fram í Staples Center, heimavelli Los Angeles liðanna Lakers og Clippers, þann 18. febrúar næstkomandi.

Fyrsta tap Helenu í Slóvakíu

Helena Sverrisdóttir skoraði þrjú stig þegar lið hennar Good Angels Kosice tapaði fyrir Piestanske Cajky, 72-66, í toppbaráttu slóvenska körfuboltans.

Ótrúleg slagsmál á parketinu í nótt │ Myndband

Það var mikill hiti í leikmönnum Orlando Magic og Minnesota Timberwolves þegar liðin mættust í NBA deildinni í körfubolta í kvöld. Þá var sérstaklega heitt í hamsi á milli Arron Afflalo og Nemanja Bjelica sem slógust inn á vellinum og voru svo báðir reknir í sturtu.

Sá fimmtándi kominn í safn Keflvíkinga

Keflavík batt enda á bikarævintýri Njarðvíkur með sigri í úrslitaleik Maltbikars kvenna, 74-63. Leikurinn var jafn lengi en í seinni hálfleik sýndu Keflvíkingar styrk sinn og sigu fram úr. Keflavík stefnir á að vinna tvöfalt annað árið í röð.

Komnir með titlauppskriftina

Tindastóll vann fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins þegar liðið vann 27 stiga sigur á KR, 69-96, í úrslitaleik Maltbikars karla á laugardaginn. Uppbygging síðustu ára og áratuga skilaði loksins bikar á Krókinn.

Warriors héldu út endurkomu Raptors

Stephen Curry snéri aftur á parketið eftir meiðsli í liði Golden State Warriors í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt.

Sverrir Þór: Get ekki verið annað en í skýjunum

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var að sjálfsögðu hæstánægður þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum eftir sigur liðsins á Njarðvík, 74-63, í úrslitum Malt-bikarsins. Var þetta annað árið í röð sem að Keflavík vinnur bikarinn og fimmtánda skiptið í sögu félagsins, sem er íslandsmet.

Sjá næstu 25 fréttir