Körfubolti

Jón Axel kann að klára í kringum stóru strákanna | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Axel Guðmundsson.
Jón Axel Guðmundsson. Vísir/Getty
Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson heldur áfram að spila vel með Davidson í bandaríska háskólaboltanum og hann var bæði stigahæstur og stoðsendingahæstur í leik liðsins síðustu nótt.

Jón Axel var þá með 21 stig og 4 stoðsendingar í naumu tapi á móti Richmond skólanum. Richmond vann leikinn 69-66.

Davidson hefur tekið saman myndband með helstu tilþrifum leikmanna Davidson og þar er íslenski bakvörðurinn í aðalhlutverki.

Jón Axel spilar í treyju númer þrjú og í myndbandinu setur hann á svið sýnikennslu í bæði að keyra á körfuna og smella niður þristum.





Jón Axel hitti úr 7 af 14 skotum sínum og kom með beinum hætti að 11 af 23 körfum Davidson-liðsins í leiknum.

Það er magnað sá sjá Jón Axel klára hvað eftir annað úr þröngri stöðu upp við körfuna umkringdur stóru leikmönnum mótherjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×