Dani best eftir stórbrotinn leik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. janúar 2018 16:00 Halldór Garðar og Danielle voru best í vikunni vísir/skjáskot Eins og alltaf á föstudagskvöldum þá gerðu Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Domino's Körfuboltakvöldi upp síðustu umferð í Domino's deildu karla og kvenna í gærkvöld. Þar hafa þeir þann sið á að verðlauna þá leikmenn sem standa upp úr að hverju sinni og var ekkert brugðið út af þeirri venju í gær. Það hefur líklegast aldrei verið eins auðvelt að velja leikmann umferðarinnar kvenna megin, en Stjörnukonan Danielle Rodriguez átti einhvern besta leik sem sést hefur í íslenskum körfubolta þegar Stjarnan sótti Njarðvík heim. Hún kom að öllum nema tveimur körfum Stjörnunnar í leiknum, var með 30 stig, 17 fráköst og 19 stoðsendingar. Þar fyrir utan fiskaði hún 6 villur og var með 57 framlagspunkta. Sá sem stóð upp úr í 15. umferð Domino's deildar karla var Halldór Garðar Hermannsson. Þór Þorlákshöfn fylgdi sterkum Haukasigri í síðustu umferð eftir með glæsilegum útisigri á Stjörnunni. Halldór Garðar dró Þorlákshafnar liðið áfram sem oft áður, en hann skilaði 19 stigum, 6 fráköstum og 4 stoðsendingum þrátt fyrir að koma inn á af bekknum.Halldór Garðar var að sjálfsögðu einnig í liði umferðarinnar. Með honum þar voru Kristófer Acox, sem var næst stigahæstur í liði KR sem lagði Val á heimavelli, Matthías Orri Sigurðsson, sem leiddi ÍR til sterks útisigurs á Njarðvík, og Tindastólsmennirnir Pétur Rúnar Birgisson og Antonio Hester. Stólarnir unnu Grindavík í hörku leik í Síkinu þar sem Hester náði að vera stigahæstur með 20 stig þrátt fyrir að spila aðeins 18 mínútur. Þjálfari liðsins að þessu sinni er Viðar Örn Hafsteinsson sem stýrði sínum mönnum í Hetti til fyrsta sigurs síns í vetur þegar Þór Akureyri mætti í heimsókn á Egilsstaði. Framlengja þurfti leikinn en Hattarmenn tóku leikinn yfir í framlengingunni og unnu að lokum með nokkrum yfirburðum. Í liði 17. umferðar kvenna eru Guðbjörg Sverrisdóttir, sem var frábær í spennusigri Vals á Skallagrím, Thelma Dís Ágústsdóttir, sem leiddi lið Keflavíkur til öruggs sigurs á Breiðabliki, Dýrfinna Arnardóttir, sem var næst stigahæst í sigri Hauka á Snæfelli og mótherji hennar þar, Gunnhildur Gunnarsdóttir, er einnnig í liðinu. Fimm manna úrvalsliðið er svo fullkomnað með Danielle Rodriguez. Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, fær þann heiður að þjálfa úrvalsliðið að þessu sinni. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Fleiri fréttir Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Sjá meira
Eins og alltaf á föstudagskvöldum þá gerðu Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Domino's Körfuboltakvöldi upp síðustu umferð í Domino's deildu karla og kvenna í gærkvöld. Þar hafa þeir þann sið á að verðlauna þá leikmenn sem standa upp úr að hverju sinni og var ekkert brugðið út af þeirri venju í gær. Það hefur líklegast aldrei verið eins auðvelt að velja leikmann umferðarinnar kvenna megin, en Stjörnukonan Danielle Rodriguez átti einhvern besta leik sem sést hefur í íslenskum körfubolta þegar Stjarnan sótti Njarðvík heim. Hún kom að öllum nema tveimur körfum Stjörnunnar í leiknum, var með 30 stig, 17 fráköst og 19 stoðsendingar. Þar fyrir utan fiskaði hún 6 villur og var með 57 framlagspunkta. Sá sem stóð upp úr í 15. umferð Domino's deildar karla var Halldór Garðar Hermannsson. Þór Þorlákshöfn fylgdi sterkum Haukasigri í síðustu umferð eftir með glæsilegum útisigri á Stjörnunni. Halldór Garðar dró Þorlákshafnar liðið áfram sem oft áður, en hann skilaði 19 stigum, 6 fráköstum og 4 stoðsendingum þrátt fyrir að koma inn á af bekknum.Halldór Garðar var að sjálfsögðu einnig í liði umferðarinnar. Með honum þar voru Kristófer Acox, sem var næst stigahæstur í liði KR sem lagði Val á heimavelli, Matthías Orri Sigurðsson, sem leiddi ÍR til sterks útisigurs á Njarðvík, og Tindastólsmennirnir Pétur Rúnar Birgisson og Antonio Hester. Stólarnir unnu Grindavík í hörku leik í Síkinu þar sem Hester náði að vera stigahæstur með 20 stig þrátt fyrir að spila aðeins 18 mínútur. Þjálfari liðsins að þessu sinni er Viðar Örn Hafsteinsson sem stýrði sínum mönnum í Hetti til fyrsta sigurs síns í vetur þegar Þór Akureyri mætti í heimsókn á Egilsstaði. Framlengja þurfti leikinn en Hattarmenn tóku leikinn yfir í framlengingunni og unnu að lokum með nokkrum yfirburðum. Í liði 17. umferðar kvenna eru Guðbjörg Sverrisdóttir, sem var frábær í spennusigri Vals á Skallagrím, Thelma Dís Ágústsdóttir, sem leiddi lið Keflavíkur til öruggs sigurs á Breiðabliki, Dýrfinna Arnardóttir, sem var næst stigahæst í sigri Hauka á Snæfelli og mótherji hennar þar, Gunnhildur Gunnarsdóttir, er einnnig í liðinu. Fimm manna úrvalsliðið er svo fullkomnað með Danielle Rodriguez. Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, fær þann heiður að þjálfa úrvalsliðið að þessu sinni.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Fleiri fréttir Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Sjá meira