Körfubolti

„Dark Horse Dunker“ mættur á Krókinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chris Davenport í leik í bandaríska háskólakörfuboltanum.  Hér er hann í vörn.
Chris Davenport í leik í bandaríska háskólakörfuboltanum. Hér er hann í vörn. Vísir/Getty
Bikarmeistarar Tindastóls voru ekki lengi að fylla í skarð Brandon Garrett sem þeir létu fara fljótlega eftir bikarúrslitaleikinn.

Stólarnir ætla að vera áfram með tvo bandaríska leikmenn þótt að það megi aðeins vera með einn slíkan inn á vellinum í einu.  Antonio Hester spilar áfram með liðinu en nú er kominn nýr leikmaður á Krókinn.

Feykir segir frá því að Tindastóll hafi samið við Bandaríkjamanniunn Chris Davenport. Chris Davenport er 24 ára gamall frá Atlanta í Georgíu fylki en þetta er 203 sentímetra hár framherji.

Hann lék í fjögur ár með North Florida háslólanum þar sem hann var með 10,6 stig, 6,5 fráköst og 2,6 stoðsendingar að meðaltali í 128 leikjum í háskólaboltanum. Hann var líka með meira eitt varið skot að meðaltali í leik.

Í fréttinni á Feyki segir Stefán Jónsson, formaður körfknattleiksdeildar Tindastóls að búast megi við því að leikmaðurinn verði kominn með leikheimild fljótlega eftir helgi.

Chris Davenport var kallaður „Dark Horse Dunker“ í þessu myndbandi sem sjá má hér fyrir neðan. Greinilega mikill íþróttamaður þarna á ferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×