Körfubolti

Ótrúlegasta körfuboltaskot ársins frá tveimur sjónarhornum | Myndbönd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Körfunni var vel fagnað. Þessi mynd tengist þó ekki fréttinni beint.
Körfunni var vel fagnað. Þessi mynd tengist þó ekki fréttinni beint. Vísir/Getty
Körfuboltastrákurinn Blake Peters hefur baðað sig í sviðsljósinu síðustu daga og kannski ekki af ástæðulausu. Það verður erfitt að sjá körfuboltamann setja niður dramatískara eða ótrúlegra skot skot en Peters þá ellefu mánuði sem eftir lifa af árinu 2018.

Peters tryggði Evanston 45-44 sigur á Maine South í bandaríska menntaskóla körfuboltanum um helgina en hann skoraði með ótrúlegu skoti af rúmlega 20 metra færi.

Liðið  hans Blake var tveimur stigum undir og aðeins 2,6 sekúndur voru eftir af leiknum. Boltinn var líka staddur hinum megin á vellinum og mótherjarnir áttu víti. Peters náði hinsvegar varnafrákastinu og skoraði yfir allan völlinn.

Hér fyrir neðan má sjá þessa ótrúlegu körfu hans Blake Peters frá tveimur sjónarhornum.











Blake Peters er á fyrsta ári í Evanston skólanum en þegar orðinn lifandi goðsögn í Evanston. Það verður talað um hann löngu eftir að hann útskrifast.

Strákurinn hefur líka komið Evanston á kortið en karfa hans var sem dæmi valin bestu tilþrifin á ESPN sjónvarpsstöðinni.

Hér fyrir neðan má síðan sjá tvö dæmi um að Blake Peters er orðinn langvinsælasti strákurinn í skólanum og fjölmiðlar hafa verið duglegir að hringja í hann síðustu daga.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×