Fleiri fréttir

Gylfi Þór og saga dýrasta Íslendingsins

Níu forverar Gylfa Þórs Sigurðssonar sem dýrasta knattspyrnumanns Íslands eru langt frá því að ná samanlagt upp í kaupverð Everton á Gylfa. Eiður Smári Guðjohnsen hafði verið sá dýrasti í sautján ár.

Sjö vikur frá síðasta deildarsigri Stjörnukvenna

Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa ekki unnið leik í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í 47 daga og það verður að breytast í kvöld ætli Garðabæjarliðið að ógna Þór/KA eitthvað í baráttunni um titilinn í ár.

Margar milljónir í boði fyrir FH

Takist FH að slá Braga úr leik munu Hafnfirðingar spila í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í vetur, fyrst íslenskra liða.

Við þurfum að þora að fylla teiginn

Aðeins fimm dögum eftir að hafa tapað bikarúrslitaleiknum mætir FH Braga frá Portúgal í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þjálfari og fyrirliði FH segja að Íslandsmeistararnir verði að spila sterkan varnarleik og þora

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Víkingur Ó. 0-1 | Guðmundur Steinn tryggði tíu Ólsurum þrjú stig í Eyjum

Guðmundur Steinn Hafsteinsson tryggði Ólafsvíkingum gríðarlega mikilvægan sigur í Vestmannaeyjum í kvöld í 15. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta þegar hann skoraði eina mark leiksins sautján mínútum fyrir leikslok og fjórum mínútum eftir að Víkingar misstu Kwame Quee af velli með rautt spjald. Víkingsliðið hoppaði upp í 7. sæti deildarinnar með þessum sigri en nýkrýndir bikarmeistarar ÍBV eru nú í slæmum málum í fallsæti.

Landsliðskonur á skotskónum í Pepsi-deild kvenna í kvöld

Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir tryggði KR dýrmæt þrjú stig í Vesturbænum í leik liðanna í Pepsi deild kvenna í kvöld en það gerði hún með því að skora bæði mörk KR-liðsins í 2-1 sigri á FH. Breiðablik vann Fylki 2-0 á sama tíma.

Wenger vill halda Uxanum

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur engan áhuga á því að missa Alex Oxlade-Chamberlain sem flestir bjuggust við að væri á förum frá félaginu.

Uppselt á Úkraínuleikinn

Uppselt er á leik Íslands og Úkraínu á Laugardalsvelli í undankeppni HM þriðjudaginn 5. september næstkomandi.

Barcelona að klófesta Dembélé

Samkvæmt spænskum fjölmiðlum hefur Barcelona náð samkomulagi við Borussia Dortmund um kaup á franska ungstirninu Ousmane Dembélé.

„Ómögulegt að fylla skarð Gylfa“

Það er ómögulegt fyrir Swansea City að fylla skarð Gylfa Þórs Sigurðssonar. Þetta segir Ian Walsh, fyrrverandi leikmaður Swansea og velska landsliðsins.

Spilar í bláu allan ársins hring

Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, eftir að félagið komst að samkomulagi við Swansea um kaupverð. Hann fer í læknisskoðun hjá Everton í dag.

Gat ekki stælana í Pep og hætti

Fyrrum læknir FC Bayern vandar þjálfaranum Pep Guardiola ekki kveðjurnar og segir Pep vera ástæðuna fyrir því að hann hætti eftir 38 ára starf fyrir Bayern.

Simon Mignolet er algjör vítabani

Simon Mignolet, markvörður Liverpool, var betri en enginn í kvöld þegar hann varði vítaspyrnu strax á 12. mínútu í fyrri leik Liverpool og Hoffenheim í umspili um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Klopp: Allt í lagi úrslit

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ekkert alltof ánægður eftir 2-1 sigur Liverpool á Hoffenheim í Þýskalandi í kvöld en þetta var fyrri leikur liðanna í umspili um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í vetur.

Fullt hús hjá Aroni Einari og félögum

Cardiff City vann í kvöld sinn þriðja leik í þremur leikjum í ensku b-deildinni í fótbolta þegar liðið vann 2-0 heimasigur á Sheffield United.

Sjá næstu 50 fréttir