Fótbolti

Framkvæmdastjóri Barcelona: Erum nálægt því að fá Coutinho og Dembélé

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Philippe Coutinho vill fara til Barcelona.
Philippe Coutinho vill fara til Barcelona. vísir/getty
Barcelona er nálægt því að ganga frá kaupunum á Philippe Coutinho og Ousmane Dembélé. Þetta segir Pep Segura, framkvæmdastjóri Katalóníufélagsins.

Sem kunnugt er seldi Barcelona Neymar til Paris Saint-Germain á dögunum og Börsungar leita núna logandi ljósi að leikmönnum til að fylla hans skarð.

„Við vitum að við verðum að styrkja liðið og það er það sem við munum gera á næstu dögum. Við verðum að hjálpa liðinu. Við erum nálægt því að fá Coutinho og Dembélé en getum ekki rætt stöðuna fyrr en allt er komið á hreint. Vonandi klæðast þeir treyju Barcelona,“ sagði Segura eftir 2-0 tap Barcelona fyrir Real Madrid í seinn leik liðanna um spænska Ofurbikarinn í gærkvöldi.

Spænskir fjölmiðlar greindu í gær frá því að Barcelona hefði náð samkomulagi við Borussia Dortmund um kaup á hinum tvítuga Dembélé. Talið er Barcelona borgi 90 milljónir punda fyrir Dembélé en ofan á það gætu bæst 30 milljónir punda.

Dortmund setti Dembélé í ótímabundið bann eftir að hann skrópaði á æfingu liðsins á fimmtudaginn. Frakkinn var einnig sektaður.

Liverpool hefur þegar hafnað tveimur tilboðum frá Barcelona í Coutinho sem hefur farið fram á sölu frá Bítlaborgarfélaginu.

Ousmane Dembélé skrópaði á æfingu og var í kjölfarið settur í bann af Dortmund.vísir/getty

Tengdar fréttir

Barcelona að klófesta Dembélé

Samkvæmt spænskum fjölmiðlum hefur Barcelona náð samkomulagi við Borussia Dortmund um kaup á franska ungstirninu Ousmane Dembélé.

Messan: Það er enginn ómissandi

Strákarnir í Messunni ræddu um Philippe Coutinho og leikmannamarkaðinn almennt í líflegum þætti í gær.

Coutinho fer ekki með til Þýskalands

Liverpool tilkynnti í morgun hvaða 22 leikmenn fara með til Þýskalands þar sem liðið spilar gegn Hoffenheim á morgun í Meistaradeildinni.

Sky: Coutinho óskar eftir sölu

Þrátt fyrir yfirlýsingu um að Philippe Coutinho fari ekki er nú fullyrt að hann hafi óskað eftir sölu frá Liverpool.

Barcelona búið að kaupa Paulinho

Barcelona hefur gengið frá kaupunum á brasilíska miðjumanninum Paulinho frá Guangzhou Evergrande. Kaupverðið er 36,4 milljónir punda.

Dortmund setur Dembele í ótímabundið bann frá æfingum

Dortmund setti í dag Ousmane Dembele í ótímabundið bann frá æfingum liðsins á meðan þeir taka fyrir tilboð Barcelona í franska ungstirnið en Dembele skrópaði á æfingu eftir að fyrsta tilboði var hafnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×