Enski boltinn

Ögmundur til reynslu hjá Bristol City

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ögmundur hefur leikið 14 A-landsleiki fyrir Ísland.
Ögmundur hefur leikið 14 A-landsleiki fyrir Ísland. vísir/getty
Ögmundur Kristinsson flýgur til Bristol í dag en hann verður til reynslu hjá enska B-deildarliðinu Bristol City næstu dagana. Bristol Post greinir frá.

Ögmundur er búinn að missa sætið sitt hjá Hammarby og er að öllum líkindum á leið frá sænska félaginu.

Bristol hefur verið í leit að markverði til að veita að Frank Fielding, aðalmarkverði liðsins, samkeppni.

Í frétt Bristol Post segir einnig að ef Ögmundur semji ekki við Bristol City gæti félagið beint athygli sinni að Rúnari Alex Rúnarssyni, markverði Nordsjælland í Danmörku.

Ögmundur, sem er 28 ára, gekk til liðs við Randers í Danmörku sumarið 2014. Ári seinna samdi hann við Hammarby þar sem hann hefur leikið síðan.

Annar Frammari, Hörður Björgvin Magnússon, leikur með Bristol City og hefur gert frá því í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×