Enski boltinn

Fullt hús hjá Aroni Einari og félögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson í leiknum í kvöld.
Aron Einar Gunnarsson í leiknum í kvöld.
Cardiff City vann í kvöld sinn þriðja leik í þremur leikjum í ensku b-deildinni í fótbolta þegar liðið vann 2-0 heimasigur á Sheffield United.

Cardiff City er með fullt hús (9 stig) alveg eins og Ipswich sem vann dramatískan 4-3 útisigur á Millwall á sama tíma.

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Cardiff City en mörkin skoruðu þeir Sean Morrison á 44. mínútu og Nathaniel Mendez-Laing á 55. mínútu.

Cardiff hafði áður unnið 1-0 útisigur á Burton Albion og 3-0 heimasigur á Aston Villa auk þess að slá Portsmouth út úr enska deildabikarnum. Ekki slæm byrjun á tímabilinu hjá liði landsliðsfyrirliðans.

Birkir Bjarnason lék allan leikinn í 2-1 tapi Aston Villa á móti Reading en þetta var annað tap Aston Villa í röð og liðið hefur aðeins náð í eitt stig út úr fyrstu þremur leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×