Fótbolti

Neymar réð UFC-kappa sem lífvörð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Taleb er sterkur strákur.
Taleb er sterkur strákur. vísir/getty
Dýrasti knattspyrnumaður allra tíma, Neymar, er búinn að ráða lífvörð og sá er bardagakappi hjá UFC.

Það er Frakkinn Nordine Taleb sem Neymar hefur ráðið í vinnu. Taleb mætti Santiago Ponzinibbio fyrr á árinu og tapaði eftir dómaraúrskurð. Ponzinibbio þessi hafði auðvitað betur gegn Gunnari Nelson í sumar.

Taleb er 36 ára gamall og hefur unnið fimm bardaga hjá UFC en tapað tveimur.

Neymar er að feta sig í nýju landi og setur öryggið á oddinn með því að ráða hinn nautsterka Taleb til þess að passa sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×