Íslenski boltinn

Óskar Hrafn: Móðgun við aðra leikmenn Pepsi-deildarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Óskar Hrafn Þorvaldsson gagnrýndi Milos Milojevic, þjálfara Breiðabliks, harðlega í Pepsi-mörkunum á mánudagskvöldið.

Það vakti mikla athygli þegar Milos sótti Þórð Steinar Hreiðarsson og Pál Olgeir Þorsteinsson úr 4. deildarliði Augnabliks í júlí-glugganum.

Páll Olgeir hefur ekkert spilað með Blikum eftir að hann kom en Þórður Steinar hefur verið í byrjunarliðinu í síðustu tveimur leikjum Breiðabliks.

Þórður Steinar átti í miklum vandræðum í 1-2 tapinu fyrir Víkingi R. á mánudaginn og lét Geoffrey Castillion, framherja Víkinga, fara illa með sig í báðum mörkum gestanna.

„Það sér það hver heilvita maður að Þórður Steinar Hreiðarsson, nýkominn úr 4. deildinni, spilandi með Augnabliki á móti einhverjum akfeitum gaurum úr SR, er ekki að fara að ráða við Geoffrey Castillion. Þetta er vandræðalegt,“ sagði Óskar Hrafn í Pepsi-mörkunum.

„Það er samt ekkert við Þórð Steinar að sakast. Hann er að gera sitt besta. Hann er bara settur í þessa stöðu. Ég gagnrýndi það hvers vegna í andskotanum og ósköpunum Milos var að sækja mann í 4. deildina. Þetta er móðgun við aðra Pepsi-deildar leikmenn.“

Óskar Hrafn segir að sökin sé ekki Þórðar Steinars. Hann sé að reyna sitt besta. Milos sé hins vegar ábyrgur fyrir þessum gjörningi.

„Það er algjör skita að sækja þennan mann og setja hann í þessa stöðu,“ sagði Óskar Hrafn.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×