Enski boltinn

Koeman um Gylfa: Einn af bestu leikmönnunum ensku úrvalsdeildarinnar í sinni stöðu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson og stjórnarformaðurinn, Bill Kenwright.
Gylfi Þór Sigurðsson og stjórnarformaðurinn, Bill Kenwright. Mynd/Heimasíða Everton
Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, var ánægður í kvöld með að sjá kaupin á Gylfa Þór Sigurðssyni væru loksins gengin í gegn. Gylfi var kynntur formlega á Goodison Park í kvöld en hann hafði staðist læknisskoðun fyrr í dag.

„Ég er virkilega ánægður því stjórnin og sérstaklega stjórnarformaðurinn, Bill Kenwright, gerðu allt til þess að fá hann. Þetta tók sinn tíma en loksins höfum við gengið frá þessu,“ sagði Ronald Koeman í viðtali á heimasíðu Everton.

„Að mínu mati er hann einn af bestu leikmönnunum í ensku úrvalsdeildinni í sinni stöðu. Við erum komin með leikmann sem er virkilega góður fyrir liðið,“ sagði Koeman.

Everton þurfti að bæta félagsmetið til að ná í Gylfa frá Swansea enda þarna á ferðinni leikmaður sem var með 9 mörk og 13 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×