Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Skagamenn mega vera hundfúlir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Skagamenn brjálaðir er seinna vítið var dæmt.
Skagamenn brjálaðir er seinna vítið var dæmt.
Grindavík fékk tvær vítaspyrnur í leik sínum gegn ÍA og sitt sýndist hverjum um þá dóma og þá sérstaklega síðari vítaspyrnudóminn.

Strákarnir í Pepsimörkunum voru nokkuð sammála um að fyrri dómurinn hefði verið réttur en settu spurningamerki við þann síðari þar sem Frosti Viðar Gunnarsson aðstoðardómari virðist gefa Þóroddi Hjaltalín dómara merki um að það eigi að dæma víti.

„Skagamenn hafa fullt til síns máls að kvarta yfir þessu víti. Þeir geta verið hundfúlir,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson og Hjörvar Hafliðason bætti við.

„Þegar maður er í fallbaráttu þá líður þér eins og allt sé á móti manni. Dómar falla á móti þeim og þetta verður enn erfiðara upp úr þessu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×