Fleiri fréttir

Elsta kona heims látin

Emma Morano var 117 ára þegar hún lést. Hún var einnig síðasta manneskjan, sem enn var á lífi árið 2017, sem fæddist á 19. öld.

Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga

Utanríkisráðherra Kína segir að átök gætu brotist út hvað úr hverju. Kínverjar skora á alla aðila að auka spennuna ekki. Bandaríkin sigla upp að Kóreuskaga og hafa sýnt mátt sinn undanfarið. Átök gætu leitt til flóttamannstraums.

Karzai fordæmir sprengjuárásina

"Þessi árás var ómannúðleg og grimmileg misnotkun á landi okkar,“ sagði Hamid Karzai, fyrrverandi forseti Afganistans, í gær um sprengjuárás Bandaríkjahers á bækistöðvar ISIS í Nang­arhar-fylki þar í landi í vikunni.

Ofbeldisverkin í Téténíu: Klerkar hóta „maklegum málagjöldum“

"Upphafsmennirnir munu hljóta makleg málagjöld, hvar og hverjir sem þeir eru,“ sagði í ályktun múslimskra klerka sem funduðu í byrjun apríl. Ritstjóri blaðsins Novaya Gazeta, sem flutti fréttir af pyntingum á samkynhneigðum í Téténíu, segir ályktunina aðför að blaðamannastéttinni í Rússlandi.

Bresk kona stungin til bana í Jerúsalem

Ráðist var á konuna, sem var ferðamaður í borginni, í sporvagni á Tzahal-torgi. 57 ára Palestínumaður hefur verið handtekinn fyrir morðið.

Eftirköst „móður allra sprengja“

Afgangskar öryggissveitir taka nú þátt í aðgerðum gegn vígamönnum íslamska ríkisins í Achin-umdæmi í Nangarhar-héraði í Afghanistan, þar sem "móður allra sprengja“ var varpað í gær. .

Macron og Le Pen leiða

Spennan er mikil og allt er í járnum í aðdraganda forsetakosninganna í Frakklandi en aðeins þrjú prósentustig skilja að þá fjóra frambjóðendur sem mælast með mest fylgi í könnunum tíu dögum fyrir kosningar.

Facebook lokaði 30 þúsund frönskum síðum

Facebook lokaði í gær 30 þúsund síðum og reikningum í Frakklandi í viðleitni til að sporna gegn fölskum fréttum, tíu dögum fyrir fyrstu umferð forsetakosninganna í Frakklandi.

Komið að endalokum kalífadæmisins

Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana?

Sprengjuárásin í Dortmund: Talinn hafa tengsl við ISIS

Saksóknarar í Þýskalandi hafa ekki fundið nein sönnunargögn sem bendla manninn sem er í haldi við sprengjuárásina á liðsrútu knattspynuliðsins Borussia Dortmund á þriðjudag. Hann er þó talinn hafa tengsl við hryðjuverkasamtökin ISIS:

Assad segir allar fregnir af efnavopnaárásinni uppskáldaðar

Bashir al-Assad, forseti Sýrlands, segir að allar fregnir af efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði Sýrlands séu „100 prósent uppskáldaðar“. Hann segir ð Sýrlandsher hafi látið öll efnavopn sín af hendi árið 2013.

Útlit fyrir sjöttu kjarnorkuvopnatilraun Norður-Kóreu

Stjórnvöld í Norður-Kóreu virðast tilbúin að hefja kjarnorkutilraunir sínar í sjötta sinn. Þetta sýna gervihnattarmyndir af tilraunasvæði þeirra. Slíkt myndi auka verulega á spennuna í samskiptum þeirra og Bandaríkjamanna.

Telja árásina á rútu Dortmund hryðjuverk

Saksóknarar í Þýskalandi telja að sprengjuárásin á rútu knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund hafi verið hryðjuverk. Þá greindi lögregla frá því að hún hefði handtekið mann með tengsl við herskáa íslamista í tengslum við árásina.

Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás?

Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna.

Sjá næstu 50 fréttir