Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar í beinni

Yfirmaður sjúkraflutninga á Vesturlandi segir ömurlegt að sjúkraflutningamenn þurfi að vinna á sjúkrabílum sem ekki sé hægt að treysta á að komist á leiðarenda með fársjúkt eða slasað fólk.

„Fáránleg tímasetning“ á launahækkun bankastjóra

Framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja segir félagsmenn undrandi á launahækkun bankastjóra Landsbankans á meðan erfiðir kjarasamningar standi yfir. Á sama tíma haldi hagræðingar áfram í bönkunum sem bitni einkum á eldri konum með langan starfsaldur. Stjórnendur bankanna ættu að sýna meiri samfélaglega ábyrgð.

Engin ein ákveðin einkenni hjá þeim sem stunda mansal

Mansal er mikið hér á landi að sögn yfirlögfræðings hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Mest sé hætta á mansali þar sem vöntun er á vinnuafli. Hún telur þörf á að færa löggjöf um mansal hér á landi nær evrópskum stöðlum þar sem það nær yfir víðtækari misnotkun á fólki.

Skilorð fyrir að nauðga kærustu

Átján ára piltur var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku í febrúar 2017.

Ríkið tapaði aftur í Strassborg

Ríkið refsaði Ragnari Þórissyni tvisvar fyrir sama skattalagabrot segir Mannréttindadómstóll Evrópu. Ragnari dæmdar rúmar tvær milljónir króna. Fallist var á endurupptöku dóms Hæstaréttar í líku máli.

Áslaug Arna um stjórnmálin: „Ég vil fara langt“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður, ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar ætlar sér langt á vettvangi stjórnmálanna og hyggst njóta þess eins lengi og hún getur að sinna þingstörfum.

Færðu björgunaraðilum miklar gjafir

Lionsklúbbur Patreksfjarðar færði björgunaraðilum þar í bæ miklar gjafir í tilefni af 112 deginum sem haldið var upp á víða um land í gær.

Myndavélakerfið nam ekki kyrrstæðan bíl í göngunum

Ökumenn tveggja bíla slösuðust í árekstri í Hvalfjarðargöngunum í morgun. Hjá Vegagerðinni er áformað að þétta net öryggismyndavéla í göngunum en það var Neyðarlínan sem tilkynnti slysið til Vegagerðarinnar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Myndavélakerfi í Hvalfjarðargöngum nam ekki kyrrstæðan bíl í göngunum í morgun sem ekið var á en ökumenn beggja bíla slösuðust.

Skilorðsbundinn dómur fyrir nauðgun í útskriftarferðalagi

Ungur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa káfað á og stungið fingri inn í leggöng bekkjarsystur hans, gegn hennar vilja þar sem hún lá sofandi við hlið hans, í útskriftarferðalagi.

Helgi gefur út ævisögu sína

Helgi Magnússon, sem hefur löngum verið áberandi í viðskiptalífinu og er stjórnarmaður í Marel og Bláa lóninu, gefur út ævisögu í mánuðinum.

Sjá næstu 50 fréttir