Innlent

Fjórðungur týndra barna háður lyfsseðilsskyldum lyfjum

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Aðgangur að lyfseðilsskyldum lyfjum er orðinn auðveldari með tilkomu smáforrits þar sem lyfin ganga kaupum og sölu.
Aðgangur að lyfseðilsskyldum lyfjum er orðinn auðveldari með tilkomu smáforrits þar sem lyfin ganga kaupum og sölu. Vísir/Stefán
Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær var sagt frá því að ungmenni noti sérstakt app í símanum til að nálgast lyfseðilsskyld lyf.

Í appinu er fjöldi auglýsinga og mynda af lyfjum ásamt verði og símanúmerum. Það tók fréttamann um það bil þrjár mínútur að fá inngöngu í hópinn og aðgang að auglýsingunum.

Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem starfar við að leita að týndum börnum, segir að út frá tilfinningu sinni og samtölum við börnin sé mun auðveldari aðgangur að þessum lyfjum nú en fyrir örfáum árum. Á síðasta ári var leitað að hundrað börnum.

Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Andri Marinó
„Fjórðungur af þeim er hópur sem er í meiri neyslu, lyfseðilsskyldum lyfjum, og um það bil tíu prósent sem eru að sprauta sig og blanda saman lyfseðilsskyldum lyfjum og fíkniefnum,“ segir Guðmundur.

Týndum börnum fjölgar

Leitarbeiðnir eru nú þegar orðnar fleiri á þessu ári en á sama tíma í fyrra. 

„Á þessu ári erum við komin með 33 leitarbeiðnir, fimmtán krakka. Af þessum fimmtán krökkum eru fjórir nýir og tveir af þessum nýju eru strákar fæddir 2002 sem ég er búinn að leita að hvorum fyrir sig þrisvar sinnum - sem eru tuttugu prósent af leitarbeiðnum og þetta eru strákar á þessum stað, í lyfseðilsskyldu neyslunni,“ segir Guðmundur. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×