Innlent

Helgi gefur út ævisögu sína

Hörður Ægisson skrifar
Helgi Magnússon.
Helgi Magnússon.
Helgi Magnússon, sem hefur löngum verið áberandi í viðskiptalífinu og er stjórnarmaður í Marel og Bláa lóninu, gefur út ævisögu í mánuðinum.

Í bókinni, Lífið í lit, er sagt frá valdatafli um bankana í upphafi aldar en Helgi sat í bankaráði Íslandsbanka 1997 til 2005.

Þá er greint er frá átökum forystu atvinnulífsins og lífeyrissjóða við ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur eftir fall bankanna en Helgi var þá formaður Samtaka iðnaðarins og Lífeyrissjóðs verslunarmanna.

Aðdragandinn að stofnun Viðreisnar, sem Helgi tók þátt í, er reifaður og viðskilnaður hans við Sjálfstæðisflokkinn. Björn Jón Bragason ritar bókina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×