Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar í beinni

Yfirmaður sjúkraflutninga á Vesturlandi segir ömurlegt að sjúkraflutningamenn þurfi að vinna á sjúkrabílum sem ekki sé hægt að treysta á að komist á leiðarenda með fársjúkt eða slasað fólk. Dæmi séu um að sjúkrabílar hafi bilað í forgangsakstri með sjúkling um borð. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Einnig er rætt við formann VR sem segir stjórnvöld verða að svara því upp úr helgi hvað þau eru reiðubúin að gera til að liðka fyrir kjarasamningum. Verkalýðsfélögin munu líklega svara tilboði Samtaka atvinnulífsins frá því í dag á föstudag.

Fjallað verður um ólögleg búsetuúrræði á höfuðborgarsvæðinu, rætt við sænska fjölmiðlakonu sem segir Ísland skara fram úr í #metoo byltingunni og fylgjumst með diskódúettnum Þú og ég hita upp fyrir dansveisluna Milljarður rís sem er á morgun.

Þetta er meðal efnis í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×