Innlent

Vilhjálmur spyr Magnús Geir um ábyrgð

Jakob Bjarnar skrifar
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar og hann vill fá að vita hver Magnús Geir heldur að beri ábyrgð á ummælum sem féllu í þætti Helga og Sigmars.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar og hann vill fá að vita hver Magnús Geir heldur að beri ábyrgð á ummælum sem féllu í þætti Helga og Sigmars.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi sendiherra sem nú stendur í hatrömum deilum við dóttur sína Aldísi Schram. Vilhjálmur segist, í samtali við Vísi hafa sent Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra bréf þar sem hann fer fram á að vita hver ber ábyrgð á þeim ummælum um Jón féllu í útvarpsþætti á Rás2 í umsjá þeirra Helga Seljan og Sigmars Guðmundssonar?

Hver ber ábyrgða á ummælunum?

Í þættum ræddu þeir Helgi og Sigmar við Aldísi Schram sem þar greindi meðal annars frá því að hún teldi föður sinn, sem þá var sendiherra í Washington, hafa misnotað vald sitt til að láta nauðungarvista sig vegna geðsjúkdóma. Þessu hafnar Jón Baldvin alfarið, segir það ekki á færi neins eins manns og hefur haldið á lofti vottorði frá lögreglu þar sem segir að hann hafi aldrei óskað þess við lögreglu að hún hefði afskipti af Aldísi. Aldís hefur nú kært Hörð Jóhannesson/g/2019190219565 lögreglumann fyrir að hafa veitt slíkt vottorð.

 



Jón Baldvin hefur átt í ritdeilum við þá Helga og Sigmar.

Vilhjálmur segir að hann hafi í gær sent Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra bréf þar sem hann spyr sérstaklega út í tiltekin ummæli. Vilhjálmur segist ekki hafa lesið Morgunblaðið í dag, en þar birtist heilsíðugrein eftir Jón Baldvin og eiginkonu hans, Bryndísi Schram, opið bréf til útvarpsstjóra, þar sem tilgreind eru 14 atriði sem fram komu í þættinum sem þau segja „falsfréttir“.

Ásakanir ganga á víxl

Ritdeilur hafa staðið yfir, milli þeirra Jóns Baldvins og svo þeirra Helga og Sigmars, en þeir hafa meðal annars sagt að hver maður sé ábyrgur orða sinna; að Jón Baldvin vilji gera þá ábyrga fyrir orðum Aldísar. Vilhjálmur vísar til 3. málsgreinar 50. greinar fjölmiðlalaga og spyr: Hver ber ábyrgð á ummælunum? Magnús Geir hefur frest til 19. þessa mánaðar til að svara þeirri spurningu.



Ekki er langt síðan Vilhjálmur stefndi RÚVvegna fréttar sem stofnunin birti um Guðmund Spartakus; en RUV féllst þá á í kjölfarið að greiða Guðmundi 2,5 milljónir í skaðabætur. Málið féll þá niður; fréttin stóð eftir sem áður og fréttastofan þurfti ekki að biðjast afsökunar á meintum rangfærslum þar.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×