Fleiri fréttir

Minni veikindi og hreinni samviska með styttri vinnuviku

Karlar og konur sem tekið hafa þátt í tilraunaverkefni er snýr að styttingu vinnuvikunnar eru sammála um að færri vinnustundir hafi auðveldað þeim að samræma vinnu og einkalíf auk þess að minnka það álag sem sé á heimilinu.

Segir það eðlilegt skref fram á við að opna heilsugæslu fyrir konur

Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir það eðlilegt skref fram á við að opna sérstaka heilsugæslu fyrir konur. Vísar hún í leiðbeiningar WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, þess efnis nýta eigi betur starfskrafta annarra menntaðra stétta í heilbrigðiskerfinu en lækna, til dæmis ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga.

Hafnar forsendum um tvöföldun launakostnaðar

Útreikningar sem Fréttablaðið birti í dag benda til þess að launakostnaður sumra fyrirtækja gæti tvöfaldast er gengið verður að kröfum Starfsgreinasambandsins.

Stjórn ÖBÍ ályktar gegn starfsgetumati

Stjórn Öryrkjabandalags Íslands vill að stjórnvöld efli núverandi kerfi örorkumats í stað þess að tekið verði upp tilraunakennt starfsgetumat. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórninni.

Starfsmannasíðu lokað eftir gagnrýni á rektor

Tölvupóstur sem rektor sendi starfsmönnum Háskólans á Akureyri eftir fréttaflutning um skólann fékk misjöfn viðbrögð. Starfsmaður gagnrýndi rektor á Facebook-síðu starfsmannafélags háskólans. Síðunni var lokað degi síðar.

Lítið eftirlit með lyfjaskilum

Ekki er með nokkru móti hægt að sjá hvort öll þau lyf sem koma til eyðingar hjá apótekum fari raunverulega í eyðingu. Yfirvöld hafa enga vitneskju um magn lyfja sem skilað er til eyðingar.

Hafna lækkun fasteignaskatts

Sveitarstjórnir Borgarstjórn Reykjavíkur felldi í gær tillögu Sjálfstæðisflokks um að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði úr 1,65 í 1,60 prósent á næsta ári

Formaður borgarráðs segir stöðu meirihlutans sterka

Staða meirihlutans í borginni er sterk að sögn formanns borgarráðs. Oddviti Sjálfstæðismanna segir bakland borgarstjórnarflokkanna ekki ánægt með samstarfið en á undanförnum árum hlaupi framúrkeyrsla í borginni á milljörðum.

Stefnt að opnun heilsugæslu fyrir konur

Heilbrigðisráðherra stefnir að opnun sérstakrar heilsugæslu fyrir konur sem allra fyrst. Ljósmæður myndu sjá um starfsemina og er hugsunin að nýta betur sérþekkingu þeirra.

Minntust þeirra sem féllu í orrustunni um Atlantshafið

Von er á allt að 400 hundruð bandarískum landgönguliðum hingað til lands í tengslum við heræfingu Atlantshafsbandalagsins sem hefst á morgun. Boðað var til sérstakrar minningarstundar um borð í varðskipinu Þór í dag í tengslum við æfinguna þar sem þeirra sem féllu í orrustunni um Atlantshafið í seinni heimsstyrjöldinni var minnst.

Fækkar í Þjóðkirkjunni

Færri Íslendingar eru skráðir Þjóðkirkjuna nú en áður og hefur hlutfallið lækkað um fjórðung frá aldamótum. Sóknarprestur í Laugarneskirkju segir þetta vera í takt við þróun í öðrum löndum en segir að kirkjan sinni enn mikilvægu hlutverki í samfélaginu.

„Því miður fór allt í fokk"

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur frestað því að afgreiða beiðni félagsins Stakksbergs um breytingar á deiliskipulagi í Helguvík. Félagið sem er í eigu Arion banka er eigandi kísilversins og eru breytingarnar forsenda endurræsingar.

Leggja til breytingar á ráðstöfun tilgreinds séreignarsparnaðar

VR krefst þess eins og Starfsgreinasambandið að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þjóðarátak verði gert í húsnæðismálum og að launafólk geti ráðstafað að vild tilgreindri séreign sem nýlega var tekin upp og geti nýtt hana til greiðslu húsnæðislána.

Skemmdir unnar á bát í Vogum

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú skemmdarverk sem unnin voru á bát sem stóð á landi í Vogum á Vatnsleysuströnd.

Krefjast 125 þúsund króna hækkunar

Í kröfugerð VR kemur fram að félagið vilji að hlutur þeirra lægst launuðu verði réttur og að ráðstöfunartekjur allra félagsmanna VR verði auknar.

Sjá næstu 50 fréttir