Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Heilbrigðisráðherra stefnir að opnun sérstakrar heilsugæslu fyrir konur sem allra fyrst. Ljósmæður myndu sjá um starfsemina og er hugsunin að nýta betur sérþekkingu þeirra. Rætt verður við Svandísi Svavarsdóttur um nýja kvennaheilsugæslu í kvöldfréttatíma Stöðvar 2.

Við segjum einnig frá því að börn eru á vettvangi heimilisofbeldis í sextíu prósent útkalla sem berast löggæsluyfirvöldum. Lögreglumaður sem sinnir málaflokknum segir mikilvægt að vinna traust þeirra strax í upphafi og við sjáum sláandi myndbönd þar sem börn deila reynslu sinni.

Við fjöllum um niðurstöðu Vegagerðarinnar um Vestfjarðarveg en hún stendur við fyrri tillögu um að hann verði lagður um Teigskóg. Við ræðum einnig við Davíð Þór Jónsson, sóknarprest í Laugarneskirkju, um að hlutfall landsmanna í Þjóðkirkjunni hafi lækkað um fjórðung frá aldamótum og kíkjum á ljósmyndasýningu Mats Wibe Lund í Norræna húsinu.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×