Innlent

Niðurfelling fasteignaskatts eldri borgara ólögmæt og ámælisverð

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. Vísir/Pjetur
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið gagnrýnir bæjarstjórn Vestmannaeyja harðlega fyrir að fella niður fasteignaskatt eldri borgara í bænum ár eftir ár, vitandi að það er ólögmætt. Í áliti ráðuneytisins, sem birt var í gær, segir að þessi hegðun sé ekki bara ólögmæt, heldur verulega ámælisverð.

Upphaflega var skatturinn felldur niður að íbúðarhúsnæði ellilífeyrisþega, 70 ára og eldri, sem nýtt væri þeim til búsetu, óháð tekjum þeirra, en vegna athugasemda ráðuneytisins var farið að tekjutenga niðurfellinguna.

Ráðuneytið óskar eftir því að bæjaryfirvöld upplýsi um hvernig bæjarstjórn hyggist haga þessum málum á næsta ári, áður en frá því verður gengið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×