Innlent

Stjórn ÖBÍ ályktar gegn starfsgetumati

Sveinn Arnarsson skrifar
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ.
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ. Vísir/hanna
Stjórn Öryrkjabandalags Íslands vill að stjórnvöld efli núverandi kerfi örorkumats í stað þess að tekið verði upp tilraunakennt starfsgetumat. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórninni.

Í greinargerð með ályktuninni segir að núverandi kerfi sé í grundvallaratriðum vel upp byggt, sveigjan­legt og traust. Bent er á að starfsgeta öryrkja sé oft sveiflukennd og með tilkomu starfsgetu­mats sé hætt við að öryrkjar lendi í alvarlegri óvissu með afkomu sína.

Hafa þurfi í huga að íslenskt atvinnulíf bjóði ekki upp á nægilega mörg og fjölbreytt störf við hæfi þeirra öryrkja sem treysti sér til að vinna. Starfsgetumat sé því óraunhæfur kostur.

Stjórnvöld hafa undanfarin ár unnið að undirbúningi þess að starfsgetumat verði tekið upp í stað örorkumats. Formaður systursamtaka ÖBÍ í Danmörku hélt nýverið erindi hérlendis en hann telur að upptaka starfsgetumats þar í landi hafi verið misheppnuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×