Innlent

Minntust þeirra sem féllu í orrustunni um Atlantshafið

Höskuldur Kári Schram skrifar
Egill Aðalsteinsson
Von er á allt að 400 hundruð bandarískum landgönguliðum hingað til lands í tengslum við heræfingu Atlantshafsbandalagsins sem hefst á morgun. Boðað var til sérstakrar minningarstundar um borð í varðskipinu Þór í dag í tengslum við æfinguna þar sem þeirra sem féllu í orrustunni um Atlantshafið í seinni heimsstyrjöldinni var minnst.

Meðal þeirra sem tóku þátt í athöfninni í dag voru Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og James G. Foggo aðmíráll í bandaríska flotanum en hann er aðalstjórnandi æfingarinnar. Foggo segir að æfingin muni að mestu fara fram í Noregi.

„Þetta er mjög umfangsmikil æfing með fimmtíu þúsund hermönnum,  sjóliðum og landgönguliðum. Í Noregi verðum við með tíu þúsund farartæki á skriðbeltum og hjólum. Hundrað og fimmtíu flugvélar taka þátt í æfingunni og sextíu herskip,“ segir Foggo.

Varðskipið Þór mun taka óbeint þátt í æfingunni hér við land en tilgangurinn er meðal annars styrkja samhæfingu og boðskipti milli ólíkra herja Atlantshafsbandalagsins. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×