Mats varð bergnuminn þegar hann sá Ísland í fyrsta sinn Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2018 22:30 Mats Wibe Lund við ljósmyndina af Vallnabjargi í Fróðárhreppi. Snæfellsjökull í baksýn. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Hinn landskunni ljósmyndari, Mats Wibe Lund, opnaði í dag ljósmyndasýningu í Norræna húsinu, um leið og hann gaf út æviminningabók. Hann segist halda mest upp á landslagsmynd af Snæfellsnesi í kvöldbirtu. Rætt var við Mats í fréttum Stöðvar 2. Hann er Norðmaður, fæddur í Osló árið 1937, en sigldi fyrst til Íslands sem ungur menntaskólanemi árið 1954 með strandferðaskipinu Heklu til að vinna við hinn fræga fornleifauppgröft í Skálholti. Vinnuna fékk hann í gegnum frænda sinn, hinn heimsþekkta fornleifafræðing Helge Ingstad. „Og þegar ég sá landið rísa úr sæ varð ég bergnuminn eins og skot,“ segir Mats. Hann fór að ljósmynda landslagið en myndaði einnig mannlíf og byggðir og rifjar upp stórkostlegar stundir í síldinni á Siglufirði árið 1963. Mats við mannlífsmynd af síldarsöltun á Siglufirði árið 1963.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Svo kom ástin, hann giftist íslenskri stúlku, Arndísi Ellertsdóttur. Þau hófu þó búskap sinn í Noregi en fluttust alkomin til Íslands árið 1966. Ríkulega myndskreytta æviminningabók „Frjáls eins og fuglinn“ tileinkar hann minningu hennar, en Arndís lést fyrir þremur árum. Kunnastur er Mats fyrir átthagamyndir sínar en við höldum að loftmynd eftir hann megi nánast finna á hverri einustu bæjarskrifstofu á Íslandi. Þá hefur hann ljósmyndað langflesta sveitabæi landsins. Margar myndanna eru nú merkar heimildir. Þannig má sjá á sýningunni mynd af einum borgarhluta Reykjavíkur frá 1963, og aðra mynd við hliðina, sem tekin var frá sama sjónarhorni fimmtíu árum síðar. Þegar við spyrjum um uppáhaldsmyndina velur Mats ljósmynd af Vallnabjargi í Fróðarhreppi á norðanverðu Snæfellsnesi. „Takið bara eftir hvað birtan hefur mikið að segja, lág kvöldbirta, hlýtt og notalegt.“ Svo vekur einnig athygli á ljósmynd af Hverfjalli í kvöldsól, sem sjá má hér í frétt Stöðvar 2: Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira
Hinn landskunni ljósmyndari, Mats Wibe Lund, opnaði í dag ljósmyndasýningu í Norræna húsinu, um leið og hann gaf út æviminningabók. Hann segist halda mest upp á landslagsmynd af Snæfellsnesi í kvöldbirtu. Rætt var við Mats í fréttum Stöðvar 2. Hann er Norðmaður, fæddur í Osló árið 1937, en sigldi fyrst til Íslands sem ungur menntaskólanemi árið 1954 með strandferðaskipinu Heklu til að vinna við hinn fræga fornleifauppgröft í Skálholti. Vinnuna fékk hann í gegnum frænda sinn, hinn heimsþekkta fornleifafræðing Helge Ingstad. „Og þegar ég sá landið rísa úr sæ varð ég bergnuminn eins og skot,“ segir Mats. Hann fór að ljósmynda landslagið en myndaði einnig mannlíf og byggðir og rifjar upp stórkostlegar stundir í síldinni á Siglufirði árið 1963. Mats við mannlífsmynd af síldarsöltun á Siglufirði árið 1963.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Svo kom ástin, hann giftist íslenskri stúlku, Arndísi Ellertsdóttur. Þau hófu þó búskap sinn í Noregi en fluttust alkomin til Íslands árið 1966. Ríkulega myndskreytta æviminningabók „Frjáls eins og fuglinn“ tileinkar hann minningu hennar, en Arndís lést fyrir þremur árum. Kunnastur er Mats fyrir átthagamyndir sínar en við höldum að loftmynd eftir hann megi nánast finna á hverri einustu bæjarskrifstofu á Íslandi. Þá hefur hann ljósmyndað langflesta sveitabæi landsins. Margar myndanna eru nú merkar heimildir. Þannig má sjá á sýningunni mynd af einum borgarhluta Reykjavíkur frá 1963, og aðra mynd við hliðina, sem tekin var frá sama sjónarhorni fimmtíu árum síðar. Þegar við spyrjum um uppáhaldsmyndina velur Mats ljósmynd af Vallnabjargi í Fróðarhreppi á norðanverðu Snæfellsnesi. „Takið bara eftir hvað birtan hefur mikið að segja, lág kvöldbirta, hlýtt og notalegt.“ Svo vekur einnig athygli á ljósmynd af Hverfjalli í kvöldsól, sem sjá má hér í frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira