Dóra Björt um leikþáttinn: Fannst frammistaðan betri en hún hafði ímyndað sér Birgir Olgeirsson skrifar 16. október 2018 18:53 Forseti borgarstjórnar lætur gagnrýni á ræðu sína sem vind um eyru fjúka og segir takmarkinu með henni náð. Vísir/Vilhelm Gagnrýni á ræðu Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, forseta borgarstjórnar, truflar hana ekki neitt og hún er þeirrar skoðunar að hún hafi staðið sig mun betur við að flytja þennan leikþátt en hún átti von á. Hún segir að auk þess hafi takmarkinu verið náð með þessu uppátæki, nú sé mun fleiri meðvitaðir um innleiðingu nýrrar þjónustustefnu hjá borginni en áður. Dóra Björt kvað sér hljóðs á fundi borgarstjórnar fyrr í dag þar sem hún flutti leikþáttinn „Tölvan segir nei“. Um var að ræða leiklestur á atriði úr bresku gamanþáttunum Little Britain þar sem gert er grín að stirðu viðmóti þjónustufólks sem fer í einu og öllu eftir því sem tölvan segir. Hún gerði þetta til að sýna fram á hvað kerfi Reykjavíkurborgar getur verið svifaseint en með innleiðingu nýrrar þjónustustefnu, sem Halldór Auðar Svansson Pírata leiddi á síðasta kjörtímabili, er ætlunin að þjónustan snúist um notandann en ekki kerfið sjálft. Margir hafa rætt þessa ræðu Dóru á samfélagsmiðlum og sumir gengið svo langt að segja hana pínlega og vandræðalega.Hægt er að sjá ræðu Dóru Bjartar hér fyrir neðan:„Það truflar mig ekki neitt. Mér finnst bara fyndið að fólk skuli vera að tala um þetta á þessum nótum. Ég horfði á þetta og fannst frammistaða mín betri en ég hafði í raun ímyndað mér. Ég hélt að ég myndi fá kjánahroll yfir þessu en mér fannst þetta bara í góðu lagi,“ segir Dóra Björt. Hún segist hafa fengið hugmynd að því að flytja þennan leikþátt þegar hún sat við skriftir á ræðunni í dag. Hún hafði hugsað leiðir til að koma því til skila hvað þessi innleiðing nýrrar þjónustustefnu mun þýða fyrir borgarbúa sem kannast að hennar sögn alltof margir við hvað það getur verið erfitt að sækja þjónustu hjá borginni sem þeir eiga rétt á. Dóra Björt vildi „pimpa“ ræðuna upp til að gera hana skiljanlegri fyrir þá sem eiga erfitt með að átta sig á hvað innleiðing nýrrar þjónustustefnu þýðir.Vísir/VilhemMeð þessari nýju þjónustustefnu á að móta þjónustuna í kringum notandann en ekki í kringum kerfið. „Þessi tillaga getur hljómað mjög þurr og að hún komi okkur ekkert við. Tillagan snýst hins vegar húm að breyta kerfinu þannig að enginn upplifi lengur þetta Computer says no-viðmót sem sumir hafa kvartað undan. Ég hafði heyrt af því að fólk skyldi ekki hvað þetta gengur út á og hvers vegna þetta skiptir máli,“ segir Dóra Björt. Hún segir takmarkinu með ræðunni náð þar sem að nú hafi mun fleiri vitneskju um þessa nýju þjónustustefnu en ella. „Mér finnst mikilvægt að hlutirnir séu settir í samhengi og sagðir í skýrum orðum þannig að fólk skilji hvað við erum að tala um. Stundum erum við að tala svolítið tæknilega og bjúrókratískt og það er bara drulluleiðinlegt og ég vildi bara aðeins pimpa þetta upp.“ Tengdar fréttir Sjáðu umtöluðustu ræðu dagsins: Dóra Björt flutti leikþáttinn „Tölvan segir nei“ Gerði það til að fjalla um innleiðingu nýrrar þjónustustefnu hjá borginni. 16. október 2018 18:15 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Gagnrýni á ræðu Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, forseta borgarstjórnar, truflar hana ekki neitt og hún er þeirrar skoðunar að hún hafi staðið sig mun betur við að flytja þennan leikþátt en hún átti von á. Hún segir að auk þess hafi takmarkinu verið náð með þessu uppátæki, nú sé mun fleiri meðvitaðir um innleiðingu nýrrar þjónustustefnu hjá borginni en áður. Dóra Björt kvað sér hljóðs á fundi borgarstjórnar fyrr í dag þar sem hún flutti leikþáttinn „Tölvan segir nei“. Um var að ræða leiklestur á atriði úr bresku gamanþáttunum Little Britain þar sem gert er grín að stirðu viðmóti þjónustufólks sem fer í einu og öllu eftir því sem tölvan segir. Hún gerði þetta til að sýna fram á hvað kerfi Reykjavíkurborgar getur verið svifaseint en með innleiðingu nýrrar þjónustustefnu, sem Halldór Auðar Svansson Pírata leiddi á síðasta kjörtímabili, er ætlunin að þjónustan snúist um notandann en ekki kerfið sjálft. Margir hafa rætt þessa ræðu Dóru á samfélagsmiðlum og sumir gengið svo langt að segja hana pínlega og vandræðalega.Hægt er að sjá ræðu Dóru Bjartar hér fyrir neðan:„Það truflar mig ekki neitt. Mér finnst bara fyndið að fólk skuli vera að tala um þetta á þessum nótum. Ég horfði á þetta og fannst frammistaða mín betri en ég hafði í raun ímyndað mér. Ég hélt að ég myndi fá kjánahroll yfir þessu en mér fannst þetta bara í góðu lagi,“ segir Dóra Björt. Hún segist hafa fengið hugmynd að því að flytja þennan leikþátt þegar hún sat við skriftir á ræðunni í dag. Hún hafði hugsað leiðir til að koma því til skila hvað þessi innleiðing nýrrar þjónustustefnu mun þýða fyrir borgarbúa sem kannast að hennar sögn alltof margir við hvað það getur verið erfitt að sækja þjónustu hjá borginni sem þeir eiga rétt á. Dóra Björt vildi „pimpa“ ræðuna upp til að gera hana skiljanlegri fyrir þá sem eiga erfitt með að átta sig á hvað innleiðing nýrrar þjónustustefnu þýðir.Vísir/VilhemMeð þessari nýju þjónustustefnu á að móta þjónustuna í kringum notandann en ekki í kringum kerfið. „Þessi tillaga getur hljómað mjög þurr og að hún komi okkur ekkert við. Tillagan snýst hins vegar húm að breyta kerfinu þannig að enginn upplifi lengur þetta Computer says no-viðmót sem sumir hafa kvartað undan. Ég hafði heyrt af því að fólk skyldi ekki hvað þetta gengur út á og hvers vegna þetta skiptir máli,“ segir Dóra Björt. Hún segir takmarkinu með ræðunni náð þar sem að nú hafi mun fleiri vitneskju um þessa nýju þjónustustefnu en ella. „Mér finnst mikilvægt að hlutirnir séu settir í samhengi og sagðir í skýrum orðum þannig að fólk skilji hvað við erum að tala um. Stundum erum við að tala svolítið tæknilega og bjúrókratískt og það er bara drulluleiðinlegt og ég vildi bara aðeins pimpa þetta upp.“
Tengdar fréttir Sjáðu umtöluðustu ræðu dagsins: Dóra Björt flutti leikþáttinn „Tölvan segir nei“ Gerði það til að fjalla um innleiðingu nýrrar þjónustustefnu hjá borginni. 16. október 2018 18:15 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Sjáðu umtöluðustu ræðu dagsins: Dóra Björt flutti leikþáttinn „Tölvan segir nei“ Gerði það til að fjalla um innleiðingu nýrrar þjónustustefnu hjá borginni. 16. október 2018 18:15