Innlent

Hjúkrunarfræðingum verði heimilt að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum verður heimilt að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum náði frumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, fram að ganga á Alþingi.
Ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum verður heimilt að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum náði frumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, fram að ganga á Alþingi. NordicPhotos/Getty
Ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum verður heimilt að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum náði frumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, fram að ganga á Alþingi.

Ráðherra kynnti frumvarpið á fundi ríkisstjórnarinnar í dag en frumvarpinu er ætlað að bæta aðgengi kvenna og þá einkum ungra kvenna að kynheilbrigðisþjónustu.

Miðað er við að heimild hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra til að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum verði háð þeim takmörkunum að viðkomandi starfi á heilbrigðisstofnun þar sem heilsugæslu-, kvenlækninga- eða fæðingarþjónusta er veitt.

Jafnframt er gert ráð fyrir að heimildin sé bundin við leyfi sem landlæknir veitir að uppfylltum skilyrðum sem sett verða í reglugerð. Meðal skilyrða er að viðkomandi hafi sótt og staðist fræðilegt og klínískt námskeið um lyfjaávísanir.

Svandís Svavarsdóttir segir að í þeim breytingum frumvarpið felur í sér sé greiðari aðgangur kvenna að ráðgjöf og leiðbeiningum samhliða ávísun getnaðarvarna. Þá sé nauðsynlegt að nýta betur menntun og sérþekkingu ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga til að efla þjónustuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×