Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Háum fjárhæðum var stolið af greiðslukortum á höfuðborgarsvæðinu um helgina en í öllum tilfellum nálguðust þjófarnir eldri konur í kringum verslanir. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30. 

Einnig heyrum við í útgerðarmanni á smábát í Reykjavík sem segir að bregðast þurfi við til að koma í veg fyrir að veiðigjald geri út af við minni útgerðir. Við heyrum í Sólveigu Önnu, formanni Eflingar, en Efling skilaði samningsumboði sínu til Starfsgreinasambandsins í dag. 

Vísa þarf um tíu manns frá í Gistiskýlinu á Lindargötu þar sem aðsóknin eykst þegar líða tekur á haustið. Rætt verður við forstöðumann skýlisins. Við fjöllum líka um breytingar í Kringlunni en stefnt er að því að búa til eina netverslun með vöruúrvali allra verslana.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×