Innlent

Samfylking vill 12 mánaða fæðingarorlof

Sveinn Arnarsson skrifar
Þrír þingmanna Samfylkingarinnar.
Þrír þingmanna Samfylkingarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að fæðingarorlof verði lengt úr níu mánuðum í tólf. Lagt er til að sjálfstæður réttur hvers foreldris verði fimm mánuðir í stað þriggja nú og að sameiginlegur réttur foreldra verði tveir mánuðir í stað þriggja.

Í greinargerð með frumvarpinu segir að sveitarfélög víða um land leitist nú við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar. Ríki og vinnumarkaður þurfi að leggja sitt af mörkum til að ná því markmiði.

Þá er rifjað upp að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafi í árslok 2012 samþykkt með lagabreytingu lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði. Hins vegar hafi ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks fallið frá þeim breytingum eftir kosningarnar 2013. sar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×