Innlent

Ýmislegt til rannsóknar vegna flugs Primera Air sem rann út af

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mikill snjór var á Keflavíkurflugvelli umræddan dag.
Mikill snjór var á Keflavíkurflugvelli umræddan dag. MYND/METÚSALEM BJÖRNSSO
Rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa á misheppnaðri lendingu flugvélar Primera Air á Keflavíkurflugvelli í apríl á síðasta ári beinist að veðri, framkvæmdum á flugvellinum, undirbúningi flugs, lendingarskilyrðum og framkvæmd lendingarinnar.

Málið er enn til rannsóknar hjá nefndinni en í lendingu fór flugvélin út af flugbrautarenda flugbrautar 19 á Keflavíkurflugvelli en snjókoma var á flugvellinum er flugvélin kom til lendingar.

Sjá einnig: „Við vorum sekúndum frá mannskæðu stórslysi“

„Maður kallar ekki allt ömmu sína en ég var bara virkilega hræddur,“ sagði Hreimur Örn Heimisson söngvari sem var farþegi í vélinni um upplifunina en flugmaður vélarinnar hafði reynt lendingu einu sinni áður en hann tók annan hring og lenti flugvélinni með fyrrgreindum afleiðingum.

Sagðist Hreimur hafa fundið það mjög vel þegar vélin lenti loks að hún var á miklum hraða.

„Ég fann það sjálfur að ég spenntist alveg upp og við Vignir Snær Vigfússon sem sátum hlið við hlið vorum komnir í stellingar og tilbúnir að kljást við höggið,“ sagði Hreimur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×